Farsæld barna
"Ný lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verði ekki send
á eigin ábyrgð milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana."
"Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Lögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum."
Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Ný lög tryggja að börn og fjölskyldur þeirra falli ekki á milli kerfa og verð ekki send á eigin ábyrgð á milli þjónustuaðila innan sveitarfélaga og ríkisstofnana.
Tengiliður
Foreldrar og börn í Hrunamannahreppi hafa aðgang að tengilið í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins.
Tengiliður í Undralandi er:
Auður Hanna Grímsdóttir, sérkennslustjóri
audur@undraland.is
Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar.
Hlutverk tengiliðar er að:
- Hafa ávalt hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
- Rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
- Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
- Vinna frummat á þörfum barns í samvinnu við foreldra/forráðamenn.
- Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
- Hafa samráð við málstjóra velferðarþjónustu ef talin er þörf á að færa vinnslu máls.
- Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
Eyðublöð og útgefið stuðningsefni vegna farsældar barna | Barna- og fjölskyldustofa
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Farsæld barna
