Veikindi barna
Gátlistinn Heilsufar barna á leikskólaaldri er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila
Gátlistinn leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann og hvernig staðið skal að sóttkví leikskólabarna. Vonast er til að gátlistinn svari spurningum foreldra og starfsmanna leikskóla.
Barn á ekki að koma í leikskólann ef:
- Barnið er með hita.
- Barnið er með kvef, hósta og að minnsta kosti eitt af eftirtöldum einkennum til viðbótar:, slappleika, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki eða niðurgang.
Veikindi leikskólabarna
- Barn skal sótt í leikskólann ef heilsufar þess breytist; barnið fær hita yfir 38°C og flensulík einkenni.
- Leikskólabörn skulu að jafnaði vera hress og hitalaus í að minnsta kosti sólarhring, áður en þau koma aftur í leikskólann.
Smitsjúkdómar barna - viðmið fyrir foreldra, starfsfólk skóla og leikskóla og dagforeldra
Það er réttur barnsins að vera heima þegar það er veikt, til dæmis með hita eða almenna vanlíðan. Veikt barn getur smitað önnur börn sem kallar á fjarvistir bæði barna, foreldra og jafnvel starfsfólks. Hitalaus er gert ráð fyrir lægri hita en 38°C við endaþarmsmælingu eða lægra en 37,5°C við munnmælingu. Leitið ráðgjafar hjá heilsugæslu ef vafi leikur á því hvort barnið ætti að fara í leikskólann.
Augnsýking
Meðgöngutími: 1–3 dagar
Smithætta: Á meðan gröftur er í augum.
Fara í skóla/leikskóla: Einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.
Gröftur í augum í tengslum við kvef
Einkenni: Einkenni koma fram í tengslum við kvef. Aðeins einstaka gröftur í augnkrók, en auga er hvorki rautt né bólgið.
Smithætta: Smitar ekki.
Fara í skóla/leikskóla: Má mæta þrátt fyrir augneinkenni.
Eyrnabólga (miðeyrnarbólga)
Smithætta: Er ekki smitandi.
Fara í skóla/leikskóla: Barnið má mæta þegar það er hitalaust og líður vel.
Eyrnabólga (vökvi lekur frá eyrum)
Smithætta: Veltur á því hvort barnið sé með kvef eða önnur smitandi einkenni. Vökvinn sjálfur inniheldur örsjaldan bakteríur sem smita.
Fara í skóla/leikskóla: Veltur á almennri líðan og hvort smitandi einkenni eru til staðar.
Fimmta veikin (parvovirus B19)
Meðgöngutími: 1–2 vikur.
Smithætta: Nokkrum dögum áður en útbrot koma fram. (Mikilvægt: Getur verið varasöm þunguðum konum á fyrsta hluta meðgöngu).
Fara í skóla/leikskóla: Þegar útbrot eru komin fram, hitalaust og líður vel.
Flökkuvörtur
Meðgöngutími: 1 vika – 6 mánuðir.
Smithætta: Á meðan vörtur sjást.
Fara í skóla/leikskóla: Engin takmörk eftir að meðferð er hafin.
Frunsa
Meðgöngutími: 2–12 dagar.
Smithætta: Frá blöðrumyndun þar til blöðrur eru þurrkaðar upp.
Fara í skóla/leikskóla: Engin takmörk.
Hand-, fót- og munnsjúkdómur
Meðgöngutími: 3–8 dagar.
Smithætta: Frá upphafi sjúkdóms þar til útbrot eru horfin.
Fara í skóla/leikskóla: Barnið hitalaust og líður vel, útbrot í rénun.
Hlaupabóla
Meðgöngutími: 2–3 vikur.
Smithætta: Frá viku eftir smit og nokkrum dögum áður en útbrot koma fram. Hún lýkur 5 dögum eftir að útbrot koma fram, eða þegar bólur orðnar þurrar og ekki koma nýjar bólur í 2 daga.
Fara í skóla/leikskóla: Bólur orðnar þurrar (eftir 5–7 daga).
Inflúensa
Meðgöngutími: 1–5 dagar.
Smithætta: Einum sólarhringi áður en einkenni byrja þar til barnið er einkenna- og hitalaust.
Fara í skóla/leikskóla: Barnið hitalaust og líður vel.
Kossageit
Meðgöngutími: 1–3 dagar.
Smithætta: Á meðan vökvi lekur frá sárum þar til sárin orðin þurr og skorpurnar detta af eða eftir sólarhring á sýklalyfjum.
Fara í skóla/leikskóla: Þegar sárin eru gróin og skorpurnar detta af, eða eftir sólarhring á sýklalyfjum.
Kvef, hálsbólga og veirusýkingar
Meðgöngutími: 1–7 dagar.
Smithætta: Sólahringi áður en einkenni byrja, lýkur 5 dögum eftir upphaf einkenna.
Fara í skóla/leikskóla: Barnið hitalaust og líður vel.
Lús
Meðgöngutími: 2–8 vikur.
Smithætta: Frá smiti þar til meðferð er hafin.
Fara í skóla/leikskóla: Þegar meðferð er hafin.
Mislingabróðir (exanthema subitum)
Meðgöngutími: 1–2 vikur.
Smithætta: Óþekkt.
Fara í skóla/leikskóla: Barnið hitalaust og líður vel.
Niðurgangur og ælupest
Meðgöngutími: Einhverjir dagar.
Smithætta: Frá upphafi niðurgangs eða uppkasta þar til þau eru hætt.
Fara í skóla/leikskóla: Ekki lengur niðurgangur eða uppköst og barni líður annars vel.
Nóroveira
Meðgöngutími: Einhverjir dagar.
Smithætta: Frá upphafi niðurgangs eða uppkasta. Lýkur 2 dögum eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt.
Fara í skóla/leikskóla: 2 dögum eftir að niðurgangur og uppköst eru hætt og barni líður annars vel.
Njálgur
Meðgöngutími: 2–6 vikur.
Smithætta: Frá 2 vikum eftir smit þar til meðferð er hafin.
Fara í skóla/leikskóla: Engin takmörk eftir að meðferð er hafin.
Streptókokka hálsbólga og skarlatsótt
Meðgöngutími: 1–3 dagar.
Smithætta: Frá smiti þar til einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin.
Fara í skóla/leikskóla: Einum sólarhringi eftir að sýklalyfjameðferð er hafin og barninu líður annars vel.
Sveppasýking í húð
Meðgöngutími: Vikur.
Smithætta: Frá því útbrot koma fram þar til meðferð er hafin (mjög lítil almenn smithætta).
Fara í skóla/leikskóla: Engin takmörk.
Vörtur
Meðgöngutími: 2–3 mánuðir.
Smithætta: Frá því vörtur koma fram þar til meðferð er hafin.
Fara í skóla/leikskóla: Engin takmörk.
