Fatnaður

Til að barninu líði sem best í leikskólanum er mikilvægt að útbúa það eins vel og kostur er

  • Aukaföt til að geyma í fatakassa


    • 2 sokkapör
    • 2 sokkabuxur eða gammósíur
    • 2 buxur
    • 2 nærfatnaður
    • 2 peysur

    Mikilvægt er að kíkja reglulega í fatakassa og athuga hvað vantar.

  • Þurrkskápur

    Blaut og óhrein föt fara ekki í þurrkskápana! Einungis húfur og vettlingar. 


    Óhrein eða blaut föt setjum við í taupoka barnanna. 


    Eftir útiveru á föstudögum eru blaut föt ekki sett inn í þurrkskápana. 


    Skáparnir eru tæmdir á föstudögum og þrifnir.

  • Merkingar á fatnaði

    Margir eru með eins flísfatnað, stígvél, ullarsokka, vettlinga, pollavettlinga, pollagalla, vetrargalla og buff.


    • Nauðsynlegt að merkja vel fatnað svo hann ruglist ekki á milli barna eða fari heim með öðrum. 
    • Kennarar reyna eftir bestu getu að gæta að fatnaði og skótaui hvers og eins. Það getur samt orðið ruglingur. 
    • Það sem er merkt ruglast síður og kemst frekar til skila.

    Ef börn eru með endurnýtt föt þá þarf að fjarlægja eldri merkingar og merkja barninu. 

    Það gerir okkur mjög erfitt að finna út úr hver á viðkomandi flík. Þess vegna viljum við beina þeim tilmælum til foreldra / aðstandenda að fatnaðurinn sé merktur núverandi eiganda.

Nauðsynlegur útbúnaður fyrir leikskólabarn

Útifatnaður þarf að vera eftir veðri og árstíðum. Gott er að vera með fjölnotapoka undir blaut og skítug föt í hólfi barnsins. Reynum að komast hjá því að nota plastpoka.


Útiföt sem þurfa alltaf að vera með

  • Pollagalli, pollavettlingar
  • Flíspeysa / flísbuxur / ullarpeysa. Lopapeysur eru mjög hlýjar undir regngalla
  • Stígvél og skó. Góða skó sem haldast vel á fæti. Vinsamlegast merkið vel skó barnanna.
  • Ullarsokkar (mælum með lopasokkum þegar börnin eru að fara í stígvél)


Yfir veturinn að vera einnig með

  • Útigalla
  • Lopavettlinga, 2 – 3 pör eða þykka vettlinga. (fingravettlingar henta betur yfir sumartímann því mælum við með því að geyma þá heima fram að vori)
  • 2 hlýjar húfur
  • Kuldaskó
  • Buff, þá er það notað sem kragi / trefill