Foreldrafélag Undralands
Foreldrafélag leikskólans heitir Foreldrafélag Undralands. Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna í leikskólanum Undralandi.
Lögin
Í lögum foreldrafélagsins segir m.a.:
- Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna í leikskólanum.
- Með því að hvetja alla foreldra til að taka þátt í starfsemi leikskólans og hafa áhrif á aðbúnað hans í samráði við starfsfólk.
- Að auka tengsl milli foreldra og starfsfólks.
- Auka tengsl milli foreldra.
- Foreldrafélagið kemur að eða sér um jólaballið, öskudagsskemmtun, vorferð, fjöruferð og fleiri þætti ef óskað er eftir aðstoð.

Foreldrafélag
Foreldrafélag leikskólans heitir Foreldrafélag Undralands. Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna í leikskólanum Undralandi. Gjald er tekið mánaðarlega með leikskólagjöldum. Einnig er haldin kökubasar á sumarhátíð leikskólans, sem er ein helsta fjáröflun félagsins.
Markmið félagsins er að:
- Tryggja sem best velferð barna í leikskólanum.
- Hvetja alla foreldra til að taka þátt í starfsemi leikskólans.
- Hafa áhrif á aðbúnað hans í samráði við starfsfólk.
- Að auka tengsl milli foreldra og starfsfólks.
- Auka tengsl milli foreldra.
Foreldrafélagið kemur að, eða sér um jólaballið, öskudag, vorferð, fjöruferð og fleiri þætti ef óskað er eftir aðstoð.
Foreldrafélagið hefur einnig staðið fyrir ýmsum viðburðum, fyrirlestrum og leikritum.
Í stjórn foreldrafélags Undralands eru:
Formaður: Dagný Lilja Birgisdóttir
Gjaldkeri: Ragnar Lúðvík Jónsson
Ritari: Erna Skúladóttir
Meðstjórnandi: Margrét Hrund Arnarsdóttir
Tengiliður: Elma Jóhannsdóttir
Foreldraráð
Hlutverk foreldraráðs er að fjalla um og gefa umsögn til leikskólans og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Skólaráð fylgist með framkvæmd áætlana og að þær séu kynntar foreldrum. Kemur á framfæri sjónarmiðum og hugmyndum foreldra til skólastjórnenda og skólanefndar. Skólaráðið starfar með skólastjóra að hagsmunum barnanna og leikskólans.
Í foreldraráði sitja:
Dagný Lilja Birgisdóttir
Hjalti Hynninen
Cornelía Wallden
Samstarf heimilis og skóla
Góð samvinna foreldra og leikskóla er forsenda fyrir árangursríkri dvöl og góðri líðan barnsins í leikskólanum. Samvinna foreldra og leikskóla þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu og opnum samskiptum. Daglegar upplýsingar um barnið heima og í leikskólanum eru nauðsynlegar því að oft geta lítil atvik í lífi barnsins valdið breytingum á hegðun þess.
Foreldrar eru hvattir til að mæta á alla þá viðburði sem leikskólinn býður þeim á og taka virkan þátt í því sem er verið að gera.
Foreldrar þurfa að láta starfsfólk vita af sér þegar barnið kemur og þegar það er sótt. Þetta er öryggisatriði. Einnig þarf að láta vita ef einhver ókunnugur sækir barnið. Börnum yngri en 12 ára er að jafnaði ekki heimilt að sækja barn í leikskólann, jafnvel þó um systkini sé að ræða.
Foreldrum er velkomið að hringja í leikskólann til að spyrja um barnið og eins mun starfsfólk hringja ef þörf krefur. Einnig er hægt að senda skilaboð á karellen eða tölvupóst á undraland@undraland.is. Gott er að muna eftir upplýsingatöflunum fyrir framan deildirnar þar sem fram koma upplýsingar til foreldra. Deildir senda vikulega fréttabréf um starfið sem verið er að vinna þá vikuna og þar koma fram upplýsingar um komandi viku sem er mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér.
Foreldrum ber að virða þann dvalartíma sem samið hefur verið um. Mælst er til þess að foreldrar láti leikskólann vita um fjarvistir barna sinna á Karellen. Ef um lengri frí er að ræða þá þarf að senda tölvupóst á leikskólastjóra eða deildarstjóra.
Við hvetjum foreldra til að spyrja spurninga varðandi börnin og leikskólann, leik þeirra og nám.
Foreldrasamtöl
Tvisvar á ári hittast foreldrar og deildarstjóri barnsins til formlegs samtals um gengi barnsins í leikskólanum. Fyrra samtal er að hausti og það síðara að vori. Að sjálfsögðu geta báðir aðilar einnig óskað eftir viðtali hvenær sem þurfa þykir.Við hvetjum foreldra til að láta samtölin ekki fram hjá sér fara. Deildarstjóri og sérkennslustjóri sitja öll foreldrasamtöl.
Kynningarfundur leikskólans er haldinn að hausti þar sem sagt er frá starfi deildanna, leikskólans og sérkennslu.
