Jólakveðja
Starfið í leikskólanum hefur gengið afar vel í vetur. Við erum einstaklega heppin með öflugt, samheldið og faglegt starfsfólk sem leggur sig fram af alúð og metnaði á hverjum degi til að skapa hlýtt, öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir börnin.
Eins og þið kannski vitið þá er fyrirhugað að Grænhóll (yngsta deildin) flytji yfir í gamla ráðhúsið. Við ætlum að kalla deildina áfram Grænhól og þá húsið líka á meðan við erum þar. Þegar börnin sem eru á Grænhól mæta eftir áramót eða þann 5. janúar þá koma þau á nýja Grænhól (gamla ráðhúsið). Við þetta myndast meira pláss í leikskólahúsinu sjálfu og við getum tekið inn fleiri börn en áður og fáum meira rými bæði fyrir starfsmannaaðstöðu og leikrými fyrir börnin. Þessi lausn er hugsuð tímabundið ca 3 ár, á meðan verið er að hanna/teikna og byggja viðbyggingu við leikskólann.
Karellen kerfið er að fara að hætta og Í staðinn fyrir Karellen kerfið fáum við kerfi sem heitir Vala og er svipað og Karellen. Við byrjum á innleiðingu á Völu í janúar og ekki er komin nákvæm tímasetning hvenær við skiptum yfir en þið verð látin vita þegar það verður.
Varðandi myndir í Karellen þá munu þær ekki flytjast yfir í Völu og þið þurfið að sækja þær myndir sem eru í Karellen ef þið viljið eiga. Gott er að gera það sem fyrst en þið verði látin vita þegar við vitum betur fyrir hvað tíma þarf að vera búið að sækja myndirnar.
Ég sendi ykkur hlýjar kveðjur og innilegt þakklæti fyrir samstarfið það sem af er vetri. Börnin ykkar eru sannarlega dásamleg, hvert og eitt á sinn einstaka hátt. Opinskátt samtal og gagnkvæmur skilningur skipta miklu máli í skólastarfi, og það hefur verið ánægjulegt að finna hversu vel við höfum unnið saman að sameiginlegu markmiði þ.e. að styðja börnin sem best. Það er okkur starfsfólki Undralands mikill heiður að fá að fylgja þeim í leik og námi.
Með vissu um áframhaldandi gott samstarf óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
