Vorsýning

Vorsýning

Föstudaginn 22. maí héldum við Vorsýningu þar opnum við leikskólann fyrir gestum og gangandi svo allir geti skoðað listaverk barnanna. Foreldrafélagið var einnig með sinn árlega kökubasar og kökurnar ruku út enda stórkostlegar allar sem ein. Stjórn foreldrafélagsins sá um veitingar, grænmeti, ýdífu og drykki, þeirra þátttaka í deginum er alveg ómetanleg fyrir okkur.  Börnin sungu fyrir gesti með miklum tilþrifum og fengu mikið lófatak að launum. Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að líta við hjá okkur og njóta.  Listamennirnir og starfsfólkið fær sérstakar þakkir fyrir að gera daginn ógleymanlegan 🙂 já og svo má þakka veðrinu þar sem að það lék við okkur þennan dag. 

SAM 5653  SAM 5657  

                                   SAM 5678

2017-10-23T10:18:36+00:0028. maí 2015|

About the Author:

Leave A Comment