Nú starfið okkar komið á fullar ferð á nýju ári. Undirbúningur Karladags vel á veg kominn og okkur farið að hlakka til þess að fá þá til okkar í heimsókn. Veðrið risjótt og kalt eins og við má búast í janúar og gott að muna eftir hlýjum og góðum útifatnaði, hlýir og liprir vettlingar gera kraftaverk.
Breytingin sem við gerðum á fyrirkomulagi okkar í hádeginu hefur gefist mjög vel. Börn frá 2ja ára aldri velja sér mat af hlaðborði, skammta sér sjálf á disk og velja sér svo sæti. Börn sem eru yngri en 2ja ára fá þjónustu :). Það koma ekki öll börn í einu fram í mat, það er flæði á börnum og starfsfólki. Við erum mjög ánægðar með þessa breytingu, meiri ró er á meðan borðhald stendur, lýðræði barnanna er aukið, hreyfifærni og samhæfing eykst. Svo hendum við meira en helmingi minna af mat.
Í næstu viku höldum við Karladaginn og þá bjóða börnin sínum nánustu körlum í leikskólann, þar munu þeir taka þátt í því starfi sem er í gangi hverju sinni. heimsóknartími er frá kl.7:45-16:00.
Góða helgi!
Leave A Comment