Útskrift

Útskrift

Fimmtudaginn 28. maí fóru elstu börn (Snillingar) leikskólans í útskriftarferð. Þau byrjuðu ferðina með heimsókn á slökkvistöðina og fóru svo um sveitina og heimsóttu heimili sín. Allstaðar var tekið vel á móti hópnum og börnunum gefnar stórglæsilegar veitingar, þau skoðuðu lömb, fóru á hestbak og sáu þegar kúnum var hleypt út. Hádegismatur var snæddur á Kaffi Mika og leikskólinn Álfaborg var heimsóttur. Svo til að skola af sér ferðarykið var farið í sund. Í lok dags hittust allir í leikskólanum börn, foreldrar og starfsfólk og þar voru börnin formlega útskrifuð. Stórskemmtilegur, fjörugur og eftirminnilegur dagur að baki. Takk fyrir samveruna yndislegu börn.

SAM 5717  SAM 5887

2017-10-23T10:18:36+00:0029. maí 2015|

About the Author:

Leave A Comment