Tíminn flýgur áfram…….

///Tíminn flýgur áfram…….

Tíminn flýgur áfram…….

Nú er mars senn liðinn og vorið farið að banka á dyrnar. Starfsmannakönnun er lokið og foreldrakönnun að verða lokið. Við erum öll ánægð með niðurstöður starfsmannakönnunar, hér er góður starfsandi og unnið vel að þörfum hvers og eins. Einnig er það álit starfsfólks að hér sé flott stefna og starfsmenn geta kynnt sér hana og unnið eftir henni. Við hlökkum til að sjá niðurstöður úr foreldrakönnun og metnaður starfsfólks er að gera góðan leikskóla enn betri. Hér er alltaf opið hús og allir velkomnir að kíkja við og sjá hvað við erum að gera.

2017-03-27T14:04:41+00:0027. mars 2017|