Þá eru niðurstöður úr foreldrakönnun komnar í hús og starfsfólk ánægt með þær. Ég læt hér fylgja punkta úr báðum könnunum, starfsfólks og foreldra, og þakka í leiðinn fyrir þátttökuna og minni á að við tökum við hrósi og kvörtunum þegar þið viljið koma slíku á framfæri. Við vitum að skoðun fólks er mismunandi en til að geta brugðist við er nauðsynlegt að fá upplýsingar þar um.
Starfsmannakönnun: Það er góður starfsandi og allir tilbúnir að hjálpa hver öðrum. Gleði, jákvæðni, traust, góð samvinna, allir duglegir að miðla hugmyndum, gott andrúmsloft, skemmtilegir vinnufélagar 🙂
Foreldrakönnun: Á Undralandi er unnið gott starf og starfsfólkið flott. Mér finnst frábært hvað nærumhverfið er mikið skoðað, skógarferðir og heimsóknir á hina ýmsu staði. Börnin fá hollan og góðan mat. Þau fá mikinn efnivið í sköpun og hafa aðgang að heilu íþróttahúsi sem mér finnst frábært. Mér finnst frábært að hafa þroskaþjálfa í leikskólanum sem starfar þar af heilum hug og fagmannlega eins og starfsfólkið á deild barnsins míns.
Enn og aftur takk fyrir þátttökuna, það er ómetanlegt fyrir okkur að fá ábendingar svo við getum gert góðan leikskóla betri