Starfið komið af stað

///Starfið komið af stað

Starfið komið af stað

Þá er fyrstu viku þessa vetrar að verða lokið. Börn og starfsfólk hafa notað góða veðrið þessa fyrstu daga og vonandi verður haustið gott. Í sumar var mikið málað hér á leikskólanum, nýr kastali var settur upp á leikvellinum og við tókum í notkun nýja vagnageymslu. Á starfsdögum fengum við námskeið um málþroska og námskeið í skyndihjálp barna. Bæði námskeiðin nauðsynleg og mikilvæg fyrir allt starfsfólk og einnig börnin. Við erum betur í stakk búin að mæta þeim áskorunum sem bíða okkar á hverjum degi.

Við hlökkum til vetrarins með ykkur og eins og alltaf er velkomið að kíkja í heimsókn og sjá hvað við erum að læra og starfa hér í leikskólanum.

2018-08-17T15:07:16+00:0017. ágúst 2018|