Spennandi tímar framundan

///Spennandi tímar framundan

Spennandi tímar framundan

Nú eru flest öll börnin komin í leikskólann aftur eftir sumarfrí og gaman að sjá hvað þau hafa þroskast og elfst í sumarfríinu. 

Hann Helgi í Slakka bauð okkur í heimsókn á þriðjudaginn og skunduðum við þangað í rútu sem var nú alls ekki leiðinlegt, við fengum frábært veður sól og logn, dýrin voru skoðuð vel og vandlega, þeim klappað og strokið, en það sem var mest spennandi voru leiktækin og bílarnir, einhverjir reyndu fyrir sér í minigolfi svo fengum við pylsur, safa og ís í eftirrétt, allir voru sáttir og glaðir með daginn.

 

Breytingar eru á starfsfólki í vetur og kvöddum við Höllu og Móu fyrir sumarfrí og nýtt starfsfólk tók til starfa. Halldóra Halldórsdóttir sem leikskólastjóri og Gréta Gísladóttir sem deildarstjóri á Skógarkoti. Gréta er menntaður leikskólakennari og er einnig með diploma í fagurlist frá Myndlistarskólanum á Akureyri, það er mikill fengur fyrir leikskólann að fá hana til starfa hjá okkur. 

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Í næstu viku förum við í rifsberjaleiðangra og vinnum sultur í krukkur, starfsfólk leikskólans skundar á námskeiðsdag 1.sept og þá verður leikskólinn LOKAÐUR. Börnin á Skógarkoti byrja í ART fyrstu vikuna í september, hópastarfið fer einnig á flug og margt, margt fleira verður á döfunni.

 

2014-08-21T15:38:34+00:0021. ágúst 2014|

About the Author:

Leave A Comment