September

September

Nú er september genginn í garð og flestir búnir að ná áttum eftir sumarfrí. Ennþá á eftir að bætast í barnahópinn og ný börn koma inn eftir því sem líður á haustið. Í gær var síðasti dagurinn hennar Guðrúnar Gígju en hún ætlar að leggjast í víking og flytja til Danmerkur. Við þökkum henni samstarfið og vitum að við eigum öll eftir að sakna hennar. Framundan eru spennandi mánuðir og margt og mikið verður brallað, foreldrar eru hvattir til að hafa samband ef eitthvað er ekki eins og þeim finnst það eiga að vera og svo eigum við öll að vera dugleg að hrósa þegar ástæða er til.

Líkar þettaSýna fleiri viðbrögð

Skrifa ummæli

2017-10-23T10:18:36+00:002. september 2016|