Plastlaus september

///Plastlaus september

Plastlaus september

Eins og kannski flestir vita er átak í gangi sem heitir; Plastlaus september. Á Undralandi er ýmislegt sem við ætlum að gera til að minnka plast notkun. Við erum búnar að panta sérstakar tunnur fyrir bleyjur þar sem við söfnum öllum bleyjum í og í þessar tunnur notum við vistvæna poka. Við ætlum að minnka notkun á plastpokum í ruslafötur þar sem eingöngu er settur pappír í. En svo er eitt sem snýr að ykkur foreldrum. Við ætlum að hætta að setja óhrein og blaut föt í poka til að senda heim og væri gott ef þið settuð, helst fjölnota, poka í hólfin sem við getum notað undir blautt og óhreint.

Með samstarfi getum við gert svo mikið til að minnka plastnotkun og flokkað af fullum krafti. Einhversstaðar verðum við að byrja og vera fyrirmyndir barnanna. Ég vona að þið hjálpið okkur í þessu mikilvæga máli.

2018-09-07T12:49:50+00:007. september 2018|