Nemar

Við erum svo heppin hér á Undralandi að nokkrir starfsmenn eru í námi og við fáum líka til okkar nema. Núna er Telma Þorbjörnsdóttir í starfsnámi hjá okkur og í næstu viku kemur Dagný Rut Grétarsdóttir í vettvangsnám. Það er gaman að starfsfólkinu okkar sé treyst fyrir nemum og við leggjum okkur fram um að sinna þessum námsmönnum.

Nú er starfsmannakönnun lokið og foreldrakönnun í farvatninu. Ég hvet foreldra til að svara spurningalista sem þeir fá sendann til þess að við getum nýtt okkur svör til að gera enn betur í starfi okkar á leikskólanum. Við bíðum spennt eftir niðurstöðum úr þessum könnunum og ætlum okkur að gera góðan leikskóla enn betri 🙂

2017-02-23T12:56:38+00:0023. febrúar 2017|