Mildur og hlýr nóvember

///Mildur og hlýr nóvember

Mildur og hlýr nóvember

Nóvember var að miklu leyti helgaður ljósi og skugga. Það voru gerðar tilraunir, skuggamyndir, skuggaleikhús og viðfangsefnið skoðað frá öllum mögulegum hliðum. Formin í náttúrunni voru skoðuð hjá þeim á Móakoti og æfðu þau sig líka mikið á TMT. Útivera og útikennsla var áberandi enda var veðrið einstaklega milt og gott. Séra Óskar kom til okkar og sagði okkur nokkur viskukorn, kenndi okkur söngva og mun líka heimsækja okkur í desember. Á morgun verður svo kveikt á útijólatrénu okkar og jólalögin fara óðum að óma. Undirbúningur að jólagjöfum er einnig hafinn, desember er fullur af skemmtilegum uppákomum svo það borgar sig að fylgjast vel með dagatalinu. 

Kveðja starfsfólk

2014-11-27T14:37:00+00:0027. nóvember 2014|

About the Author:

Leave A Comment