Menningar mars

Menningar mars

Leikskólinn tekur þátt í Menningar mars með því að hafa opið hús vikuna 19.-23. mars. Við bjóðum alla velkomna til að kíkja við og sjá hvað við erum að læra hér í leikskólanum. Í leikskólanum er ýmislegt forvitnilegt í gangi. Við förum í íþróttahúsið, vinnum í myndlist, fáum Lubba í heimsókn en hann er að kenna börnum stafahljóðin, Blær vináttubangsi kíkir reglulega við og kennir okkur samskipti, við förum í gönguferðir og í útikennslu. Við lesum mikið, syngjum og leikum okkur úti og inni.

Hlökkum til að sjá sem flesta kíkja við og sjá hvað við erum að læra og leika.

2018-03-13T11:16:15+00:0013. mars 2018|