Leikur og nám

Leikur og nám

Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, er hornsteinn leikskólastarfsins. Fyrir börn er leikurinn lífs og lærdómsform sem þau nota il tjáningar. Leikurinn er flókið ferli og vart til ein setning sem segir okkur hvað leikur er eða hvernig hann verður til. Leikurinn er í rauninni bæði markmið og leið í uppeldisstarfinu. Í frjálsum leik er barnið að skapa úr eigin hugarheimi, það tekur ákvarðanir á eigin forsendum og leitar lausna. Í leik er barnið einbeitt og það er upptekið af augnablikinu. Að leika sér með öðrum börnum veitir leikskólabarninu tækifæri til margskonar reynslu, svo sem samvinnu, nálægð og öryggi en einnig væntingum og gleði sem er einkennandi fyrir börn. Í leik felst því mikið sjálfsnám og honum fylgir bæði gaman og alvara. 

Sköpunarþörf, virkni og hugmyndaflug barna birtist í leikjum þeirra. Fjölþætt upplifun elur af sér þekkingu, nýjar tilfinningar, nýjar athafnir og leikni. Í hnotskurn má segja að lagður er grunnur að félagshæfni barna í leiknum, að vera með öðrum börnum, eignast vini, samkennd og sjá hlutina frá fleiri sjónarhornum. (Skólanámskrá Leikskólans Undralands 2014:20)

2014-09-22T10:58:02+00:0022. september 2014|

About the Author:

Leave A Comment