Laus staða

Laus staða

Leikskólakennari óskast

Leikskólinn Undraland á Flúðum óskar eftir að ráða leikskólakennara í hlutastarf.

Leikskólinn Undraland er þriggja deilda leikskóli og er staðsettur á Flúðum. Við skólann stunda um 40 börn nám. Við störfum eftir hugmyndafræði Reggio Emilia með útikennslu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á þarfir barnanna til frjálsra leikja og getu þeirra til að skapa og upplifa. Náttúran og umhverfið sem við búum í eru nýtt til rannsókna og leikja.

Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða tilskilinni menntun. Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið verður ráðinn leiðbeinandi tímabundið.

Hæfni: Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskiptum, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu. Vinna að uppeldi og menntun barnanna í samræmi við námskrá leikskólans og geta unnið í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans.

Launakjör: Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Félags leikskólakennara.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um hjá okkur.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu skólans og hjá leikskólastjóra. Vinsamlegast sendið inn umsókn á netfangið ingibjorg@undraland.is. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ingibjörg Bjarney Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 480-6620.

2016-10-10T10:49:14+00:0010. október 2016|