Karladagur, Þorrablót og Dagur Leikskólans

///Karladagur, Þorrablót og Dagur Leikskólans

Karladagur, Þorrablót og Dagur Leikskólans

Margt hefur verið brallað hér í leikskólanum á nýju ári. Við fengum karla í heimsókn á karladaginn og var líf og fjör í íþróttahúsinu þann daginn, karlarnir voru síðan leystir út með gjöfum sem börnin höfðu búið til, bindi og slaufur. 

Við blótuðum þorra og voru börnin mjög dugleg að smakka en harðfiskurinn var vinsælastur, en það er nú líka alltaf mjög spennandi að smakka hákarlinn. Við dönsuðum svo eins og vera ber á góðu Þorrablóti.

Nú stendur undirbúningur fyrir myndlistarsýningu okkar í „búðinni“ Samkaup Strax, sem hæst. Sýningin þetta árið heitir „Sveitin mín“. VIð opnum sýninguna formlega föstudaginn 5. febrúar kl. 9:40. Börnin opna sýninguna með söng. Þessi sýning er liður í því að fagna Degi Leikskólans.

 

2016-01-28T10:28:08+00:0028. janúar 2016|

About the Author:

Leave A Comment