Janúarkveðja

Janúarkveðja

Starf leikskólans er komið í hefðbundinn farveg eftir jólafrí. Nú eru 43 börn á leikskólanum og við sjáum fram á fjölgun fram á vor. Nýir starfsmenn bættust í hópinn um áramót og eru að læra á hlutina hér í húsi.

Ýmislegt er framundan, eins og gefur að skilja, söngur fyrir eldri borgara, karla- og kerlingadagar, þorrablót og svo allt það hefðbundna.

Í dag fögnum við snjónum og allir njóta góða veðursins, búa til snjókalla, renna sér og einhverjir eru í útikennslu að grilla brauð.

Eins og alltaf bjóðum við gesti og gangandi velkomna að kíkja við og sjá hvað við erum að vinna með á leikskólanum.

2019-01-15T14:08:20+00:0015. janúar 2019|