Haustþing

Haustþing

Föstudaginn 3.október sl. fór starfsfólk Undralands á Haustþing 8.deildar FL og FSL sem haldið var að venju á Hótel Selfossi. Fyrir hádegi sátu allir nema matráðar sama fyrirlesturinn. Hafdís E. Ingvarsdóttir lektor við Háskóla Íslands hélt fyrirlestur um fagmennskuna í nærmynd og er alltaf gott að minna sig á hvernig starfsmaður maður vill vera. Matráðar og starfsfólk eldhúsa hittust á samráðsfundi í leikskólanum Jötunheimum.

Eftir hádegismat í Riverside salnum voru fimm fyrirlestrar í boði og gátu starfsmenn valið sér einn af þeim. Fyrirlestrarnir fjölluðu m.a. um að fara út fyrir þægindarammann, lýðræði í matmálstímum, ævintýri á hverju strái, meginreglur og kynjanámskrá Hjallastefnunnar og að brjóta upp hefðbundna stundaskrá. Allir starfsmenn voru glaðir og kátir með daginn og kynntust nýjum leiðum og áherslum sem þeir geta nýtt sér áfram í starfi.

2014-10-06T13:30:47+00:006. október 2014|

About the Author:

Leave A Comment