Fréttir af skólaþingi

///Fréttir af skólaþingi

Fréttir af skólaþingi

Skólaþing/námskeiðsdagur Skólaþjónustu Árnesþings

Mánudaginn 1. september var efnt til sameiginlegs starfsdags allra starfsmanna í grunn- og leikskólum í Árnesþingi. Að skólaþjónustu Árnesþings standa sjö sveitarfélög á Suðurlandi. Þau eru: Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Hrunamannahreppur,  Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Sveitarfélagið Ölfus.

Námskeiðsdagurinn var haldinn í Þorlákshöfn þar sem rúmlega 300 starfsmenn skólanna komu saman. Dagurinn hófst á því að farið var yfir sameiginleg markmið skóla og skólþjónustu fram til ársins 2017. Eftir það hlýddu þátttakendur á erindi Ásdísar Olsen um hamingju og velferð í skólastarfi með jákvæðri sálfræði. Óhætt er að segja að erindi hennar hafi vakið áhuga.  Gott er að muna eftir að njóta augnabliksins, hafa jákvæða afstöðu til lífsins og skólastarfsins. Þannig gengur allt betur.

Fram eftir degi voru í boði 20 málstofur en þátttakendur á þinginu gátu valið tvær þeirra yfir daginn. Þar voru flutt erindi um ýmislegt spennandi sem er að gerast í skólum á svæðinu auk annarra skólatengdra verkefna. Erindin fjölluðu meðal annars um Reggio leikskólastarf, lestrarþróun, hreyfingu barna, nemendur með hegðunarvanda, áhugasviðsvinnu með nemendum, fjölbreytta kennsluhætti, spjaldtölvur, barnavernd, sjálfsskaðandi hegðun, tölvufíkn og jákvætt hugarfar kennara.

Þingið tókst í alla staði vel enda vel tekið á mótið hópnum í Þorlákshöfn. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá alla starfsmenn leik- og grunnskóla vinna saman á þessum degi og fá tækifæri til að auka samræðu milli skólastiganna.

Hrafnhildur Karlsdóttir og Ólína Þorleifsdóttir

 

kennsluráðgjafar í Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

2014-09-02T13:07:55+00:002. september 2014|

About the Author:

Leave A Comment