Fræðslukvöld

///Fræðslukvöld

Fræðslukvöld

Fræðslukvöld fyrir foreldra og aðstandendur leikskólabarna

Undirrituð foreldrafélög  standa fyrir fræðslukvöldi mánudagskvöldið 23. nóvember kl. 20:30 í félagsheimilinu á Flúðum.

Þar munu Hugrún Vignisdóttir,  sálfræðingur og Hrafnhildur Karlsdóttir, teymisstjóri og kennsluráðgjafi hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings flytja fræðsluerindi. Hugrún mun  fjalla um reiðistjórnun og kvíða hjá börnum og Hrafnhildur um félagsþroska og vinatengsl barna.

Enginn aðgangseyrir, boðið verður uppá kaffi og smákökur.

Vonumst til að sjá sem flesta foreldra og aðra aðstandendur

Allir velkomnirJ

Foreldrafélag leikskólans Undralands, Hrunamannahreppi

Foreldrafélagið Leiksteinn, Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Foreldrafélag leikskólans Álfaborgar, Bláskógabyggð

2015-11-19T10:37:29+00:0019. nóvember 2015|

About the Author:

Leave A Comment