Í dag fengum við góða gesti, eldri borgara í Hrunamannahreppi. Við sungum saman nokkur jólalög, buðum þeim uppá kaffi og svo skoðuðu þau leikskólann og fylgdust með börnunum í leik og starfi. Nokkur börn fengu ömmu, afa, langömmu og langafa knús. Þau afhentu okkur hlýlega gjöf, lopasokka og vettlinga. Kærar þakkir.
Leave A Comment