Desember 2016

Desember 2016

Nú fer að styttast í jól og hér á leikskólanum eru ýmsar hefðir sem fylgja þessum mánuði. Við bökum piparkökur með foreldrum, jólaballið er á sínum stað og foreldrafélagið ætlar að bjóða okkur á sýningu á leikriti sem heitir „Ævintýrið um Augastein“. Í næstu viku munu koma upp listar þar sem foreldrar eru beðnir að láta vita hvort börnin taka eitthvað frí í kringum jólin. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að vita nokkurnveginn hvað verða mörg börn hérna svo hann Bjarni kokkur geti skipulagt matseld meðan Flúðaskóli er í jólafríi.

Við minnum enn og aftur á að leikskólinn er alltaf opinn fyrir gesti og gangandi sem hafa áhuga á að kíkja við og sjá hvað við erum að gera.

Við vonum að allir eigi góðar stundir á aðventunni og að jólin færi okkur frið og gleði.

2016-12-02T09:55:30+00:002. desember 2016|