Dagur leikskólans 6. febrúar

///Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans 6. febrúar

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins miðvikudaginn 6. febrúar. Þetta er í tólfta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Hér á Undralandi verður opið hús milli 15:00 og 16:00 og hvetjum við alla til að kíkja við og kynna sér starfið sem hér fer fram.

2019-02-05T11:15:33+00:005. febrúar 2019|